Hvað er nýjast

Það sem er að gerast núna er að olíumálunin á yfirhöndina yfir HRINGAVITLEYSUNNI um þessar mundir. Við í stjórn Félags Frístundamálara erum að undirbúa sýningu sem verður á Safnanótt 12. - 13. febrúar 2010 (gamla Vetrarhátíð) í sameiningu við Reykjavíkurborg. Safnastrætó mun keyra á alla sýningarstaði og er þetta verkefni mjög spennandi.

Een ég er eins og ég segi að mála um þessar mundir og á eftir að setja inn fleiri ljósmyndir af verkunum mínum hér til hliðar ef einhver vill sjá það.

HRINGAVITLEYSAN er alltaf í fullum gangi og vil ég þakka öllum góð viðbrögð við hringunum mínum.


HRINGAVITLEYSA - NÝIR LITIR

Hef bætt við nýjum litum:

Gul, græn og rauð blóm.

Hef einbeitt mér að einlitum blómum undanfarið eins og svörtum og rauðum.

Endilega kíkið á úrvalið í myndaalbúminu hér til hliðar.

Er einnig með tvær tegundir af spennum og er að þróa hekluð armbönd. 

 Spenna, rauð og appelsínu     Gulur og armband

Blómin fást líka einungis í leir eins og sést á mynd af hvít / bláum blómum í myndaalbúminu.

 


HRINGAVITLEYSA

Hringavitleysa eru blóm sem ég hekla í mismunandi litum og stærðum og set saman eftir óskum þeirra sem vilja ganga með þá.

Ykkur er velkomið að kíkja á úrvalið og/eða hafa samband við mig ef þið viljið panta hringa hjá mér.  Einnig útbý ég spennur og fleira með þessum sömu blómum.

 


Hringavitleysa

Fyrsti dagur  og vandræðagangur með uppsetningu á forsíðumyndum og fleiru.

Þórdís heiti ég og er Hafnfirðingur.

Hef ekki bloggað og ætla mér ekki að gera það heldur er þessi síða fyrst og fremst fyrir myndirnar af hugmyndum sem ég fæ og ykkur ef til vill til yndisauka.

Á þessari síðu ætla ég að bjóða ykkur að skoða það sem ég hef verið að gera undanfarið.

Þar á meðal eru hringar sem ég kalla Hringavitleysu.  Hringavitleysa eru blóm sem ég hekla í mismunandi litum og stærðum og set saman eftir óskum þeirra sem vilja ganga með þá.  Ykkur er velkomið að kíkja á myndirnar mínar og hafa samband við mig ef þið viljið panta hringa hjá mér.  Einnig útbý ég spennur og fleira með þessum sömu blómum.

Í myndaalbúmunum mínum sem ég er rétt byrjuð á að setja saman eru einnig myndir af olímálverkum og fleiri myndum.

Olíumálverkin er einnig að hluta til hægt að fá eftir pöntun, fer samt allt eftir hversu vel þið hittið á mig ;o)

Annað á þessari síðu  er nú lítið eins og er en sjáum til hvað stelpunni dettur í hug.

Gangi mér vel.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband