Hvað er nýjast
23.1.2010 | 11:25
Það sem er að gerast núna er að olíumálunin á yfirhöndina yfir HRINGAVITLEYSUNNI um þessar mundir. Við í stjórn Félags Frístundamálara erum að undirbúa sýningu sem verður á Safnanótt 12. - 13. febrúar 2010 (gamla Vetrarhátíð) í sameiningu við Reykjavíkurborg. Safnastrætó mun keyra á alla sýningarstaði og er þetta verkefni mjög spennandi.
Een ég er eins og ég segi að mála um þessar mundir og á eftir að setja inn fleiri ljósmyndir af verkunum mínum hér til hliðar ef einhver vill sjá það.
HRINGAVITLEYSAN er alltaf í fullum gangi og vil ég þakka öllum góð viðbrögð við hringunum mínum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.